Fara í efni
24.03.2020 Fréttir

Lokun skrifstofu

Deildu

Vegna neyðarstigs almannavarna af völdum kóróna veirunnar, COVID-19 verður skrifstofa Starfsmannafélag Kópavogs lokuð frá og með mánudeginum 23. mars fyrir öðrum en starfsfólki. Þetta er gert í ótilgreindan tíma vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Símtölum og tölvupóstum verður svarað og hægt er að koma gögnum á Styrktarsjóð BSRB í gegnum vef sjóðsins.

Samkomubann hefur verið takmarkað enn frekar og miðast við 20 manns í stað 100 áður og þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum.