Lausar vikur á Spáni - 3 kostir eru einungis í boði til og með 2. apríl nk. og eru laus tímabil til allt að 29. ágúst nk.
Deildu
Kæra félagsfólk, enn eru nokkrar vikur lausar til bókunar á Spáni. Orlofskostir félagsins á Spáni í ár eru á flottum stað þar sem stutt er í ýmsa afþreyingu og þjónustu.
Frábært tækifæri til að kíkja út í sólina og njóta sumarsins á flottum stað.
Þau húsnæði sem við erum með í umboðsleigu eru eftirfarandi og verður hægt að taka þau til leigu á heimasíðu félagsins til og með 2. apríl nk. Laus tímabil eru til 29. ágúst nk.
Það félagsfólk sem vill nýta sér þessa kosti er bent á að bregðast fljótt við þar sem þessir valkostir verða einungis í boði á orlofssíðu félagsins til að festa leigu er með 2. apríl nk. Laus tímabil eru til allt að 29. ágúst nk.
Ef félagsfólk hefur fyrirspurnir eða þarf aðstoð við að taka húsin á Spáni til leigu þá skal hafa samband við félagið strax á mánudagsmorgun þegar símsvörun opnar kl. 10:00 í síma 554 5124
Húsnæði sem verður til leigu í allt sumar á heimasíðu félagsins er eftirfarandi: Villamartin Gardens 122. Lausar vikur eru frá 27. júní til 18. júlí.
Villamartin Gardens 122 - Laus tímabil eru: Sjá meira hér.
Greiðsla fer fram rafrænt í gegnum orlofsvefinn með öruggu greiðslukerfi Saltpay/Borgunar.
Ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti.
Reglur og skilmála félagsins er hægt að kynna sér á orlofsvefnum og áður en greiðsla fer fram.
Hefur þú athugasemdir eða ábendingar varðandi þennan póst: Vinsamlega hafðu samband við sfk@stkop.is
Frekari upplýsingar um Starfsmannafélag Kópavogs er að finna á heimasíðu félagsins og facebook síðu félagsins eða hjá skrifstofu félagsins í síma 554 5124 Skrifstofa SfK er staðsett að: