Fara í efni
30.03.2023 Fréttir

Lausar vikur á Spáni - 3 kostir eru einungis í boði til og með 2. apríl nk. og eru laus tímabil til allt að 29. ágúst nk.

Deildu

Kæra félagsfólk, enn eru nokkrar vikur lausar til bókunar
á Spáni. Orlofskostir félagsins á Spáni í ár eru á flottum stað þar sem
stutt er í ýmsa afþreyingu og þjónustu.

Frábært tækifæri til að kíkja út í sólina og njóta sumarsins á flottum
stað.

Þau húsnæði sem við erum með í umboðsleigu
eru eftirfarandi og verður hægt að taka þau til leigu á heimasíðu
félagsins til og með 2. apríl nk
.
Laus tímabil eru til 29. ágúst nk. 

Valentinogolf III - Laus tímabil eru: Sjá meira hér.

  • Allar vikur frá 30.maí
    til 11. júlí

  • Allar vikur frá 25.júlí
    til 29. ágúst

Casa Katla - Laus
tímabil eru: Sjá meira hér.

  • Vikan 6. júní til 13.
    júní

  • Allar vikur frá 27. júní
    til 1. ágúst

Það félagsfólk
sem vill nýta sér þessa kosti er bent á að bregðast fljótt við þar sem
þessir valkostir verða 
einungis
í boði á orlofssíðu félagsins til að festa leigu er með 2. apríl
nk. 

Laus tímabil eru til allt að 29. ágúst
nk. 


Orlofshúsin á Spáni eru leigð í
gegnum orlofsvef félagsins.
Innskráning
fer fram hér. 


Ef félagsfólk hefur fyrirspurnir eða þarf aðstoð við að taka húsin á
Spáni til leigu þá skal hafa samband við félagið strax á mánudagsmorgun
þegar símsvörun opnar kl. 10:00 í síma 554 5124

Húsnæði sem verður til leigu í allt
sumar á heimasíðu félagsins er eftirfarandi:
Villamartin Gardens 122. Lausar vikur eru frá 27. júní til 18.
júlí. 

Villamartin Gardens 122 - Laus
tímabil eru: Sjá meira hér.

  • Allar vikur frá 27. júní
    til 18. júlí


Villamartin Garden 122 á Spáni
er leigt í gegnum orlofsvef félagsins. Innskráning fer fram hér.

Staðfesting og greiðsla

  • Greiðsla fer fram rafrænt í gegnum orlofsvefinn með
    öruggu greiðslukerfi Saltpay/Borgunar.

  • Ekki er tekið á móti
    umsóknum í tölvupósti.

  • Reglur og skilmála
    félagsins er hægt að kynna sér á orlofsvefnum og áður en greiðsla
    fer fram.

Hefur þú athugasemdir eða ábendingar varðandi þennan
póst:
Vinsamlega hafðu samband við sfk@stkop.is

Frekari upplýsingar um Starfsmannafélag Kópavogs er að finna á heimasíðu félagsins og facebook síðu félagsins eða hjá skrifstofu
félagsins í síma 554 5124
Skrifstofa SfK er staðsett að:

Starfsmannafélag Kópavogs

Bæjarlind 14

Kópavogur 201

Iceland