Fara í efni
19.06.2025 Fréttir

Kvenréttindadagurinn 19. júní 2025

Deildu

Í dag, 19. júní, er haldinn hátíðilegur baráttudagur íslenskra kvenna fyrir. Dagurinn er minning um mikilvægt skref í sögu íslenskrar kvenréttindabaráttu þegar konur fengu fullan kosningarétt til jafns við karla.

Baráttan fyrir réttindum kvenna á Íslandi á sér langa sögu og þar skartar nafn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur meðal fremstu brautryðjenda. Árangur baráttu hennar og annarra skilaði sér þegar lög voru samþykkt árið 1915 sem veittu giftum konum, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi.

Fyrsti kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur árið 1916, ári eftir að Kristján X. konungur staðfesti lagabreytinguna. Lögin tóku þó ekki formlega gildi fyrr en í janúar 1916 og voru bundin því skilyrði að kosningaaldur kvenna myndi lækka smám saman á 15 árum. Bríet gagnrýndi þessa útfærslu harðlega.

Endanlega var fullt jafnræði kvenna og karla í kosningum tryggt árið 1920 þegar ný stjórnarskrá tók gildi og kosningaaldur kvenna var færður niður í 25 ár. Tveimur árum síðar var Ingibjörg H. Bjarnason fyrst kvenna kjörin á Alþingi.

Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi orðið í jafnréttismálum á Íslandi eru enn áskoranir framundan. Kynbundinn launamunur er enn til staðar á vinnumarkaði, ljóst er að jafnrétti kvenna, kvár og karla næst ekki til fulls fyrr en slíkt misrétti verður útrýmt. Jafn réttur og jöfn tækifæri til launa og starfa eru grundvallarmannréttindi — baráttan heldur því áfram.

Starfsmannafélag Kópavogs óskar öllum til hamingju með daginn!

(mynd: sótt af https://is.wikipedia.org/wiki/Kvenr%C3%A9ttindadagurinn#/media/Mynd:AJ-1729.jpg, ljósmyndari Magnús Ólafsson)