Fara í efni
20.10.2025 Fréttir

Kvennaverkfall 24. október 2025

Deildu

50 árum eftir að baráttufólk, konur og kvár lögðu niður störf sín til að sýna fram á mikilvægi kvennastarfa, leggjum við aftur niður störf. Nú 50 árum síðar er baráttunni ekki enn lokið. Við sjáum aukningu á tilkynningum um ofbeldi, það er misrétti í verkaskiptingu heimilisins og launamunur kynjanna eykst.

Mætum í sögugöngu 13:30 við Hljómskálagarðinn þar sem farið verður í gegnum áfanga í baráttusögu kvenna og kvára og tökum svo þátt í útifundi á Arnarhóli í Reykjavík.

Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur