Fara í efni
05.05.2025 Fréttir

Kröfugangan 1. maí

Deildu

Starfsfólk og félagsfólk SfK lét sig ekki vanta á kröfugönguna 1. maí. Gengið var niður Skólavörðustíginn ásamt meðlimum annarra verkalýðsfélaga. Fremst í flokki var haldið á endurgerðri Venusarstyttu til heiðurs baráttu Rauðsokkanna og vísar í kröfugönguna 1. maí 1970, á eftir kom lúðrasveit sem spilaði undir þar til á Ingólfstorg var komið og þar hlýddum við á ræðuhöld og tónlistaratriði.

Rauðsokkur ávörpuðu ýmis málefni uppi á sviði, þar á meðal þá afturför sem er að verða í réttindum víðsvegar um heim sem ítrekar mikilvægi þess að hafa öfluga verkalýðsbaráttu og við þurfum enn markvissari aðgerðir.

Hér má sjá nokkrar myndir af deginum, þar á meðal náðist skemmtileg mynd með Evu Ísleifs listakonu við Venusarstyttuna en hún á heiðurinn að endurgerðinni.