Fara í efni
16.05.2023 Fréttir

Kosið um enn frekari verkfallsaðgerðir

Deildu

Verkföll nær 1000 starfsmanna í 4 sveitarfélögum hófust í gær í leik, grunnskólum og frístundarmiðstöðvum og bætast við 6 til viðbótar á mánudag. Þá hefjast einnig verkfallsaðgerðir í sundlaugum, íþróttamannvirkjum og leikskólum í 10 sveitarfélögum til viðbótar á landsbyggðinni um og eftir hvítasunnuhelgina og þá verða starfsmenn í verkfalli orðnir um 1600 í 20 sveitarfélögum um allt land. Verkföll fóru vel af stað Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ í gær og mikill hugur í fólki.

Enn frekari verkfallsaðgerðir eru þó í undirbúningi hjá BSRB í ljósi þess að ekkert þokast í samningaviðræðum og hefjast atkvæðagreiðslur í dag um aðgerðir í 29 sveitarfélögum. Fari atkvæðagreiðslur á þann veg mun bæði lengjast í verkföllunum og bætast við fleira starfsfólk og starfstöðvar um landið allt, t.a.m. sundlaugar, áhaldahús og bæjarskrifstofur.

STARFSMENN KÓPAVOGSBÆJAR KJÓSA UM VERKFALL HÉR!!!

Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið.

„Starfsfólk sveitarfélaganna er komið með nóg af þessu óréttlæti – og það vill fara í frekari aðgerðir. Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf og löngu tímabært að að hækka lægstu launin svo fólk í ómissandi störfum nái endum saman“ – sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Sömu laun fyrir sömu störf!

Sveitarfélög landsins eru að mismuna starfsfólki sínu, fólki sem vinnur sömu eða sambærileg störf, jafnvel inni á sömu vinnustöðum, með þeim afleiðingum að sumir eiga að sætta sig við 25% minni launahækkun en aðrir. Þannig er starfsfólki gert að horfa upp á það að vinnufélagar þeirra, í nákvæmlega sömu vinnu, fái launahækkun frá 1. janúar, en það sjálft ekki fyrr en 1. apríl.

Um er að ræða fólk sem vinnur ómissandi störf, t.d. við umönnun barna, í grunnskólum og frístundaheimilum, þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk, í sundlaugum og íþróttamannvirkjum, höfnum, bæjarskrifstofum og áhaldahúsum, en sveitarfélögin borga lægstu laun á opinberum markaði. Þessi óbilgirni sveitarfélaga gagnvart starfsfólki sínu verður ekki liðin.

Aðildarfélög BSRB hafa því boðað til verkfalla í leik- og grunnskólum, frístundamiðstöðvum, sundlaugum, mötuneytum og höfnum í 20 sveitarfélögum. Yfir 1.600 manns taka þátt í aðgerðunum sem eru umfangsmiklar og munu raska starfsemi og lífi fólks verulega. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja þau sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólki sínu.

Hér má finna myndrænt yfirlit yfir fyrstu aðgerðir.

Verkföll nær 1000 starfsmanna í 4 sveitarfélögum hófust í gær í leik, grunnskólum og frístundarmiðstöðvum og bætast við 6 til viðbótar á mánudag. Þá hefjast einnig verkfallsaðgerðir í sundlaugum, íþróttamannvirkjum og leikskólum í 10 sveitarfélögum til viðbótar á landsbyggðinni um og eftir hvítasunnuhelgina og þá verða starfsmenn í verkfalli orðnir um 1600 í 20 sveitarfélögum um allt land. Verkföll fóru vel af stað Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ í gær og mikill hugur í fólki.

Enn frekari verkfallsaðgerðir eru þó í undirbúningi hjá BSRB í ljósi þess að ekkert þokast í samningaviðræðum og hefjast atkvæðagreiðslur í dag um aðgerðir í 29 sveitarfélögum. Fari atkvæðagreiðslur á þann veg mun bæði lengjast í verkföllunum og bætast við fleira starfsfólk og starfstöðvar um landið allt, t.a.m. sundlaugar, áhaldahús og bæjarskrifstofur.

STARFSMENN KÓPAVOGSBÆJAR KJÓSA UM VERKFALL HÉR!!!

Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið.

„Starfsfólk sveitarfélaganna er komið með nóg af þessu óréttlæti – og það vill fara í frekari aðgerðir. Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf og löngu tímabært að að hækka lægstu launin svo fólk í ómissandi störfum nái endum saman“ – sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Sömu laun fyrir sömu störf!

Sveitarfélög landsins eru að mismuna starfsfólki sínu, fólki sem vinnur sömu eða sambærileg störf, jafnvel inni á sömu vinnustöðum, með þeim afleiðingum að sumir eiga að sætta sig við 25% minni launahækkun en aðrir. Þannig er starfsfólki gert að horfa upp á það að vinnufélagar þeirra, í nákvæmlega sömu vinnu, fái launahækkun frá 1. janúar, en það sjálft ekki fyrr en 1. apríl.

Um er að ræða fólk sem vinnur ómissandi störf, t.d. við umönnun barna, í grunnskólum og frístundaheimilum, þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk, í sundlaugum og íþróttamannvirkjum, höfnum, bæjarskrifstofum og áhaldahúsum, en sveitarfélögin borga lægstu laun á opinberum markaði. Þessi óbilgirni sveitarfélaga gagnvart starfsfólki sínu verður ekki liðin.

Aðildarfélög BSRB hafa því boðað til verkfalla í leik- og grunnskólum, frístundamiðstöðvum, sundlaugum, mötuneytum og höfnum í 20 sveitarfélögum. Yfir 1.600 manns taka þátt í aðgerðunum sem eru umfangsmiklar og munu raska starfsemi og lífi fólks verulega. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja þau sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólki sínu.

Hér má finna myndrænt yfirlit yfir fyrstu aðgerðir.