Fara í efni
19.06.2023 Fréttir

Kjarasamningur SfK samþykktur við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Deildu

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Starfsmannafélags Kópavogs í kosningu um nýgerða kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga liggja nú fyrir.
Kjarasamningur Starfsmannafélags Kópavogs við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með í kosningu sem lauk á hádegi í dag, en já sögðu 92% og nei sögðu 4% og auðir seðlar voru 4%.

Um skammtímasamning er að ræða sem er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samkvæmt samningnum þá hækka mánaðarlaun að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti.