Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um skerðingu á réttindum ríkisstarfsmanna með afnámi áminningarskyldu. Áformin eru lögð fram án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að áhrif verði metin, sem stjórn BSRB telur brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum.
BSRB bendir á að brýnasta verkefni stjórnvalda sé að bregðast við manneklu, starfsmannaveltu og álagi í heilbrigðis-, félags- og menntakerfi, en í stað þess sé ráðist í aðgerðir sem veikja starfsöryggi og réttindi.
Afnám áminningarskyldu er að mati BSRB alvarlegt skref sem eykur hættu á misbeitingu valds og skapar ótryggt starfsumhverfi. Stjórnin gagnrýnir einnig fyrirhugaðar skerðingar á atvinnuleysistryggingum og jöfnunarframlagi til lífeyrissjóða.
BSRB krefst þess að ríkisstjórnin dragi áformin til baka.
Sjá frétt BSRB hér
