Starfsmannafélag Kópavogs sýnir stuðning og samstöðu í tilefni dagsins, klæðist bleiku og bauð upp á bleikt bakkelsi.
Við viljum minna félagsfólk okkar á Styrktarsjóð BSRB sem veitir styrk vegna krabbameinsleitar. Hægt er að finna allar helstu upplýsingar inn á heimasíðu félagsins hér: https://stkop.is/
Einnig hefur, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákveðið að lækka kostnað við brjóstaskimun niður í 500 krónur og tók breytingin gildi 14. október sl. Skimun er mikilvæg forsenda snemmgreiningar brjóstakrabbameina og hefur mikinn ávinning fyrir einstaklinga og samfélag. Snemmgreining þýðir einfaldari meðferð, bættar lífslíkur og dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins.
Hægt er að lesa meira um málið hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/10/10/Timamot-fyrir-kvenheilsu-Storfelld-laekkun-gjalds-fyrir-brjostaskimanir/
Þá er vert að minnast á átakið ,,Skrepp í skimun” en það er mikilvægt að atvinnurekendur hvetji og styðji við sína starfsmann að skeppa í skimun. Tökum höndum saman og hvetjum konur í okkar umhverfi að fara í skimun til að tryggja heilsu til framtíðar.
Sýnum samstöðu, tökum þátt – skreppum í skimun.
