Fara í efni
01.09.2025 Fréttir

Hvernig mótar gervigreind atvinnulíf framtíðar? – NTR ráðstefnan

Deildu

 Hann fjallaði um möguleikana sem felast í tækninni en einnig þær áskoranir sem hún skapar fyrir starfsfólk og stéttarfélög.

Í upphafi vísaði hann í orð Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: „Það eru hlutir sem við vitum að við vitum, hlutir sem við vitum að við vitum ekki – og svo eru hlutir sem við vitum ekki að við vitum ekki.“ Þessi setning var notuð til að undirstrika óvissuna sem ríkir um áhrif gervigreindar. Líkt og þegar iðnbyltingin reif störf úr höndum fólks, blasir nú við nýtt tímabil þar sem sjálfvirkni og gervigreind geta gjörbreytt starfsháttum.

Kostir gervigreindar eru gríðarlegir. Hún býður upp á sjálfvirkni og getur séð um endurtekna og tímafreka vinnu og þannig sparar starfsfólk tíma og orku sem nýst getur í annað. Hún eykur framleiðni en verkefni sem tóku áður fyrr daga eða vikur geta klárast á klukkustundum. Einnig getur gervigreind aukið skilvirkni í starfi stéttarfélaga í þágu félagsfólks.

Ókostir og áskoranir voru til dæmis svokölluð Engel´s pause – hætta á að framleiðni aukist án þess að laun fylgi í kjölfarið og veldur því að ríku verða ríkari en á meðan sitji launafólk eftir. Einnig skapast ójöfnuður milli þeirra sem kunna á gervigreind og njóta þannig forskots á kostnað hinna sem dragast aftur úr. Óöryggi ríkir á vinnustöðum þegar starfsmenn vita ekki hvort eða hverni gþeir megi nota gervigreind, áhrif á persónuvernd og vinnuvernd og þess háttar atriði.

Rannsóknir í Svíþjóð sýna að meirihluti starfsmanna upplifir bæði áhuga og óöryggi gagnvart gervigreind. 65% telja sig þurfa að læra meira, en 45% hafa ekki fengið neitt tækifæri til að kynna sér tæknina í starfi. Þeir sem fá fræðslu eru hins vegar mun jákvæðari gagnvart áhrifum gervigreindar á vinnustaðnum.

Þetta skapar nýjar kröfur til stéttarfélaga og mikilvægi þess að styðja við félagsfólk þegar kemur að símenntun og færniþróun.