Rebecka Prentell frá ThinkTank - hugsmiðju fyrir sænska stéttarfélagið Vision fjallaði um vísbendingar um þróun vinnumarkaðar á næstu árum. Markmiðið er að spá fyrir um og aðstoða stéttarfélög til að geta undirbúið sig og aðlagast nýrri þróun. Hún dró fram nokkur þemu sem vert er að taka eftir:
Tæknibreytingar og gervigreind: Hröð þróun í stafrænum lausnum og gervigreind mun bæði skapa ný störf og fella niður önnur. Vitræn verkefni færast í auknum mæli til véla, og getur það aukið ójöfnuð milli þeirra sem hafa þekkingu á tækni og þeirra sem dragast aftur úr. Mikilvægt er að tryggja aðgang allra að námskeiðum og þekkingu til að taka þátt í þessari þróun.
Loftslagsbreytingar: Umræður um loftslagsmál skapa bæði ný tækifæri og átök, aukna gjá milli hópa eftir skoðunum á slík málefni og spurningar vakna einnig upp um ábyrgð fyrirtækja og neytenda.
Lýðræði og félagslegur stöðugleiki: Traust á lýðræðislegum stofnunum veikist á heimsvísu. Ann-Therese varar við því að aukinn félagslegur óstöðugleiki geti haft bein áhrif á vinnumarkað og kjarasamninga.
Norræna vinnumarkaðslíkanið: Áréttað er mikilvægi þess að standa vörð um norrænu gildin sem grundvöll fyrir félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.
Menntun og ævilangt nám: Hefðbundin námsuppbygging er að breytast. Nú er meiri áhersla á styttri námskeið og stöðuga aukningu á hæfni og færni, á kostnað lengri, línulegrar menntunar. Framtíðin krefst símenntunar og sveigjanlegs námsumhverfis.
Kynslóðir og gildi: Yngri kynslóðir leggja aukna áherslu á góð laun, frelsi í starfi og aukinn sveigjanleika, en þær sýna minni áhuga á millistjórnunarstörfum. Þetta getur aukið bil milli kynslóða á vinnumarkaði.
Þrátt fyrir áskoranir eru skilaboðin jákvæð en almenningur í Svíþjóð er bjartsýnn á að tæknibreytingar muni skapa fleiri störf en þau sem hverfa, samkvæmt Ann-Therese. Hún leggur þó áherslu á að aðlögunarhæfni, ábyrgð og virk þátttaka stéttarfélaga verði lykilatriði í því að tryggja félagslega sjálfbærni, vernda lýðræðið og halda verði áfram að byggja á norræna vinnumarkaðslíkaninu.
