Fara í efni
28.02.2024 Fréttir

Grænt-Vænt og Vegan með Ylfu

Deildu

Námskeiðið snýr í grunninn að grænmetiseldamennsku og öllum þeim möguleikum sem slík fæða býður upp á. Megináhersla verður lögð á hollustu, innblástur og næringargildi - og samsetningu réttanna. Einnig verður farið yfir framsetningu og auðveldar leiðir til að gera réttina spennandi og girnilega. Meðal þess sem verður farið yfir eru uppskriftir og góð ráð fyrir veganrétti, grænmetisrétti, sósur, ídýfur, grauta, brauð, kex og eftirrétti.

Í fræðsluhluta námskeiðsins er fjallað um helstu þætti grænmetismatreiðslu, þar á meðal hvað ber að varast, umræða um næringargildi ýmissa hráefna, mismunandi tegundir „gervikjöts“, samantekt um ofurfæði og lausnir þegar elda þarf fyrir ýmiss konar sniðgöngumatarræði til dæmis vegna ofnæmis.

Um námskeiðið og skráningu hér