Fara í efni
01.10.2024 Fréttir

Góður vinnustaður fyrir öll í bleikum október

Deildu

Góður undirbúningur fyrir starfsþróunarsamtöl getur skipt sköpum. Það getur m.a.
verið gott að kortleggja styrkleika sína og hæfni. Einnig er mikilvægt að skoða
hvar hægt er að bæta við þekkingu og færni. Að fara yfir verkefni sín og
ákvarða hvort þau samræmist eigin hugmyndum um starfsþróun getur verið hollt og
gott.
Sérðu fyrir þér ný tækifæri í verkefnum eða á vinnustaðnum? Eru breytingar í farvatninu sem þú annað hvort hræðist eða tekur fagnandi? Ræddu við ráðgjafann um þessi mál og
vertu leiðtogi eigin starfsþróunar.
Ingibjörg
Hanna, náms- og starfsráðgjafi Starfsmenntar, tekur vel á móti þér í spjall
hvort sem er á skrifstofu Starfsmenntar Skipholti 50b, í síma eða á Teams.
Ráðgjöfin er félagsfólki aðildarfélaga BSRB að kostnaðarlausu.
Skráning hér


Geðheilbrigðir stjórnendur- Mental vinnustofa09. október 2024, kl. 09 - 12 I staðnám
Markmið
vinnustofunnar er að auka vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á
vinnustað og að byggja upp færni og sjálfstraust meðal þeirra til að taka þátt
í innihaldsríkum samtölum um geðheilbrigði við starfsfólk sitt.
Skráninger opin til 7. október
Skráning hér


Erfið starfsmannamál30. október 2024, kl. 08.30 - 12.30 I staðnám Á þessu námskeiði verður fjallað um skilgreiningar á erfiðum starfsmannamálum, hvernig best er að taka á þeim og hvernig skal fyrirbyggja að slík mál komi upp.
Skráningu lýkur 15. október kl. 10.
Skráning hér


Fordómar og inngildingí íslensku samfélagi12. nóvember 2014, kl. 19 - 22 I staðnám Hvernig birtast fordómar í íslensku samfélagi og hvernig líður þeim sem verða fyrir fordómum? Á námskeiðinu, sem er ætlað öllum sem hafa áhuga á að fræðast um fordóma og inngildingu, verður leitað svara við þessum spurningum og hugtakinu inngilding gerð skil og í hverju það felst.
Skráningu lýkur 28. október kl. 10.00.
Skráning hér

Starfsmennt - tækifæri til vaxtar!
Skráðu þig á námskeið og búðu þig undir að læra eitthvað nýtt eða dýpka þekkingu þína.

Email icon