Í gær var haldinn fundur með trúnaðarmannaráði Starfsmannafélags Kópavogs.
Formaður Starfsmannafélags Kópavogs, Marta Ólöf Jónsdóttir, setti síðasta fund í trúnaðarmannaráði á þessu ári. Það var mjög góð mæting á fundinn.
Marta Ólöf fjallaði um ný verkefni SfK á árinu svo sem nýja heimasíðu félagsins, dagbók 2026 sem nýkomin er úr prentun og býðst virku félagsfólki, námskeið og viðburði sem hafa verið haldnir. Einnig fór kynnti hún sjóði og styrki til félagsfólks og fyrirkomulag Mannauðssjóðsins Heklu.
Elsa Ósk Alfreðsdóttir verkefnastjóri SfK fór í gegn um nýja heimasíðu félagsins og sýndi trúnaðarmönnum helstu viðbætur, nýjungar og aðgengilegri uppsetningu á t.d. kjarasamningum og upplýsingum til trúnaðarmanna.
Marta Ólöf fór þvínæst yfir launaseðla og mismunandi liði þeirra hvort sem um ræðir dagvinnufólk eða vaktavinnufólk og svaraði ýmsum fyrirspurnum trúnaðarmanna. Að lokum voru kynntar helstu niðurstöður úr könnuninni Sveitarfélag ársins.
Við þökkum trúnaðarmönnum okkar kærlega fyrir samveruna, frábært starf á árinu sem er að líða og hlökkum til samstarfsins á nýju ári!











