Fara í efni
04.07.2025 Fréttir

Félagsskírteini SfK - Afslættir

Deildu

Nú hefur Starfsmannafélag Kópavogs innleitt félagsskírteini fyrir félagsfólk og veitir það afslætti og aðgang að tilboðum frá yfir 70 fyrirtækjum víðsvegar um landið!

Félagsfólk getur nálgast skírteinin inni á Mínar síður, það birtist á forsíðunni en einnig er hægt að hlaða því niður í rafrænt veski.

Afslættir gilda á ýmsum veitingastöðum, hótelum, verslunum og einnig þjónustu. Yfirlit yfir tilboðin má sjá á Mínum síðum undir flipanum Afslættir.

SfK fagnar því að geta boðið upp á slíka viðbót við þjónustu félagsins og vonast til að félagar okkar njóti góðs af.