Fara í efni
02.02.2021 Fréttir

Félagsmannasjóður

Deildu

Kæru félagsmenn

SfK undirritaði nýjan kjarasamning í mars 2020. Samið var um nýjan sjóð sem nefnist Félagsmannasjóður. Sjóðurinn fékk nafnið Katla og á að koma til greiðslu 1. febrúar ár hvert.

Stjórn Kötlu félagsmannasjóðs hefur unnið að því hörðum höndum að búa svo um að hægt sé að sækja um í sjóðinn. Vinnsla á rafrænni umsóknarsíðu, eins og við þekkjum gjarnan sem “mínar síður” er á lokametrunum. 

Vegna þess hve sjóðurinn er nýr getur umsóknarferlið ásamt öðrum þáttum tafist um einn mánuð. Við munum upplýsa félagsmenn um leið og umsóknarferlið fer af stað.