| Námstíminn er frá 17. janúar til 15. apríl 2022 Markhópur: Þau sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Námið getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og þeim sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Kennslufyrirkomulag: Kennsla fer fram í fjarnámi á Teams og í staðnámi í húsnæði MSS (Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum) að Krossmóa 4a í Reykjanesbæ, 3. hæð. Kennt verður seinni part dags þrjá daga í viku í dreifnámi og einn laugardag í mánuði í staðnámi. Námið er í heildina 324 klukkustundir. Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður. Námið er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs og hefur mennta– og menningamálaráðuneytið samþykkt að meta megi námið til allt að 16 eininga á framhaldsskólastigi. Umsjón: Nanna Bára Maríasdóttir og Hólmfríður Karlsdóttir. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir verða að skrá sig hjá MSS. |
20.12.2021