Fara í efni
15.02.2021 Fréttir

Umsóknarfrestur framlengdur til 7. mars 2021 - Ertu búin/n að sækja um í Kötlu félagsmannasjóð?

Deildu

Félagsmenn athugið!

Stjórn Kötlu félagsmannasjóðs hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn í sjóðinn. Hægt verður að sækja um í sjóðinn til og með 7. mars 2021.

Búið er að opna fyrir umsóknir í Kötlu félagsmannasjóð sjá nánar: katla.bsrb.is Katla er sjóður fyrir þá sem voru félagsmenn um lengri eða skemmri tíma á árinu 2020.

Til að fá greitt úr sjóðnum þurfa félagsmenn að sækja um á rafrænni umsóknarsíðu sjóðsins og leggja fram viðeigandi upplýsingar svo sem síðasta launaseðil viðmiðunarárs, starfshlutfall og starfstíma yfir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2020.

Sjóðurinn er jöfnunarsjóður sem til varð í síðustu kjarasamningum og greiðir til þeirra félagsmanna sem rétt eiga að hámarki kr. 80.000.

Umsóknarfrestur var til og með28. febrúar en hefur nú verið framlengdur til og með 7. mars 2021, greitt verður úr sjóðnum í apríl.

Kynntu þér málið og sæktu um hér: katla.bsrb.is