Ert þú með spurningar varðandi styttingu vinnuvikunnar?
Ertu búin/n að kíkja inn á síðuna Betri vinnutími?
Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir veturinn 2019-2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 virkar vinnustundir á viku. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu. Á þessum vef má finna ýmsar leiðbeiningar og fræðsluefni og algengustu spurningum sem upp koma við innleiðingu betri vinnutíma svarað.
