Kæru félagar.
Hafi þið fengið tölvupóst eins og er hér fyrir neðan þá viljum við biðja þig um að ALLS EKKI opna hann.
Um þessar mundir dreifist spilliforrit með tölvupósti sem líkir eftir Starfsmannafélagi Kópavogs. Svikapósturinn lætur líta út fyrir að félagið sé að deila skjali til viðkomandi og biður um að þú smellir á hlekkinn.
Athugið að þetta er svikapóstur og er ekki sendur út af Starfsmannafélaginu og því mjög mikilvægt að smella ekki á hlekkinn í tölvupóstinum.
Ef þú hefur þegar smellt á hlekkinn ráðleggjum við þér að breyta lykilorðunum þínum og hafa samband við þjónustuveituna þína.
Verum vakandi og förum varlega.
Það er mjög mikilvægt að gefa ekki upp neinar persónuupplýsingar eða kortaupplýsingar í gegnum hlekki sem þú færð með tölvupósti. Mikilvægt að horfa gagnrýnum augum á alla tölvupósta sem berast og smella aldrei á hlekki eða hlaða niður viðhengjum nema að vel athuguðu máli.
Hvernig veit ég hvort að tölvupósturinn sem ég fékk sé svikapóstur?
Starfsmannafélag Kópavogs deilir ekki skjölum til fólks án þess að viðkomandi eigi von á því og hafi verið gert í samráði við þann einstakling.
Starfsmannafélagið biður ekki um lykilorð eða kortaupplýsingar í gegnum tölvupóst.
In english
Currently, a malware is circulating by e-mail impersonating Starfsmannafélag Kópavogs. The spam e-mail asks the recipient to follow a link to a hacked website from where an document can be downloaded. Please note that this is fraudulent mail and is not sent out by Starfsmannafélag Kópavogs. It is very important not to click on the link in the email as it is part of a scam.
If you have already clicked on the link, we advise you to change your passwords and contact your service provider.
Be vigilant and be careful.
It is very important that you do not provide any personal information or creditcard information through links you receive via email. It is important to look critically at all emails received and never click on links or download attachments unless carefully considered.
How do I know if the email I received is fraudulent?
Starfsmannafélag Kópavogs does not distribute documents to people without the person in question expecting it and having done so in consultation with that individual.
Starfsmannafélag Kópavogs does not ask for passwords or creditcard information via e-mail.
