Starfsmannafélag Kópavogs hefur gefið út dagbók fyrir árið 2026 sem inniheldur viku á hverri opnu og er í stærð A5. Fremst í bókinni má finna helstu upplýsingar um SfK og starfsemi félagsins, styrki, réttindi og þjónustu sem félagsfólk á kost á.
Dagbókin er til í takmörkuðu upplagi og því er mikilvægt að skrá sig tímanlega.
Virkt félagsfólk getur skráð sig á listann með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan og fylla út helstu upplýsingar. Í kjölfarið mun SfK senda tölvupóst og leiðbeina um hvernig hægt er að nálgast dagbókina.
