Fara í efni
05.02.2020 Fréttir

BSRB styður verkfallsaðgerðir Eflingar

Deildu

BSRB lýsir yfir stuðningi við yfirstandandi verkfallsaðgerðir Eflingar vegna kjarasamningsviðræðna við Reykjavíkurborg. Sjálfstæður samningsréttur er grundvallarréttur launafólks og verkfallsrétturinn öflugasta vopnið í kjarabaráttunni.

Félagsmenn í aðildarfélögum BSRB eru hvattir til að virða verkfallsrétt Eflingar og ganga ekki í störf félagsmanna sem eru í verkfalli.