Fara í efni
06.10.2025 Fréttir

Bleikur október

Deildu

Árleg vitundarvakning um baráttu gegn krabbameinum hjá konum er hafin! Fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins er farið af stað og hægt er að kaupa bleiku slaufuna en í ár er hún með rósettu og innblástur hennar fenginn úr handverkshefð. Í ár er athygli beint að ólæknandi krabbameinum, með slagorðinu Það er list að lifa með krabbameini.

Hægt er að leggja málefninu lið með ýmsum hætti, vörur eru til sölu á síðu Krabbameinsfélagsins , hægt er að nota bleika litinn til vitundarvakningar og sýna þannig málefninu samstöðu. Málþing um langvinnt brjóstakrabbamein verður haldið 14. október í húsnæði Krabbameinsfélagsins en því verður einnig streymt.

Starfsmannafélag Kópavogs hvetur sitt félagsfólk til að kynna sér einkenni krabbameins og fræðsluefni tengt Bleikum október. Heilsan skiptir öllu máli.

SfK bendir á Styrktarsjóðinn Klett sem allir félagar geta sótt um styrk fyrir krabbameinsleit:

"Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til krabbameinsleitar og skimunar að hámarki 20.000 kr. á ári. Reikningar mega ekki vera eldri en árs gamlir þegar sótt er um styrkinn". 

Farið er inn á heimasíðu Kletts og skráð inn á Mínar síður.