Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 11. maí nk. frá kl. 17:00 - 19:00 í sal safnaðarheimilisins Borgum í Kársnessókn að Hábraut 1A, Kópavogi
Dagskrá
- Fundur settur og starfsmenn fundarins skipaðir
- Skýrsla stjórnar
- Endurskoðaðir reikningar lagði fram til úrskurðar
- Lagabreytingar
- Ákveðið árgjald félagsmanna
- Framlag í verkfallssjóð.
- Ávöxtun sjóða félagsins.
- Kosning formanns
- Kosning í stjórn og nefndir
- Önnur mál
Léttar veitingar í boði á meðan á fundi stendur og dregið verður í happadrætti um tvö flug gjafabréf frá Icelandair að virði 25.000 krónur hvort.
Félagsfólk er hvatt til að senda framboð sitt í tölvupósti til félagsins í sfk@stkop.is merktan „Framboð í stjórn og nefndir SfK 2023“ þar sem fram kemur upplýsingar um framboð, nafn, kennitala, vinnustaður, símanúmer og netfang ásamt nokkrum línum um frambjóðanda til kynningar fyrir félagsfólk.
Einnig er hægt að tilkynna um framboð á aðalfundi.
Tilkynnt er um uppstillingu framboða sem berast félaginu fram að aðalfundi á heimasíðu félagsins. Framboð sem berast á aðalfundi eru kynnt á fundinum sjálfum.
Formaður og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára, Orlofsnefnd er kosin til eins árs.
Tilkynnt er um uppstillingu framboða sem berast félaginu fram að aðalfundi hér á heimasíðu félagsins.