Fara í efni
21.03.2025 Fréttir

Aðalfundi félagsins 2025 er lokið

Deildu

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær, þann 20. mars 2025 og heppnaðist hann afar vel. Fundargestir voru tæplega 60 talsins og ríkti glaðværð og samstaða innan hópsins.

Við kvöddum fráfarandi stjórnarmann Gunnar H. Ragnarsson og þökkuðum honum innilega fyrir sitt góða starf fyrir félagið. Kosið var um tvö sæti í stjórn SfK, við óskum Málfríði Önnu Gunnlaugsdóttur til hamingju með endurkjör sitt og bjóðum Írisi Dögg Sverrisdóttur innilega velkomna. Sigmundur Karl Kristjánsson kom inn í orlofsnefnd og bjóðum við hann einnig hjartanlega velkominn.

Eftir að fundi var slitið var veitt vel í mat og drykk og hlýddum við á góð skemmtiatriði.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af fundinum.